Um Kvosina
Verslunin Kvosin opnaði dyrnar í fyrsta sinn þann 9. desember 2009 í Aðalstræti. Hugmyndin á bakvið Kvosina er að hún sé eins og lítið kaupfélag í miðbæ Reykjavíkur.
Markmiðið Kvosarinnar er og hefur alltaf verið að bjóða uppá fjölbreytt úrval nýlenduvara. Kvosin þjónustar fólkið sem býr í hverfinu með nauðsynjavörur, fólkið sem vinnur í hverfinu með viðbit og erlenda ferðamenn sem heimsækja verslunina.
Kvosin er í hjarta Reykjavíkur og er jafnframt elsti hluti hennar. Einnig nefnist kjarni þessa svæðis Miðbærinn. Orðið kvos þýðir dalverpi eða þröngur bolli í landslagi og í Reykjavík hefur orðið verið notað um svæðið milli Landakotsholts og Skólavörðuholts. Að norðan nær Kvosin að höfninni en að Tjörninni að sunnan.
Verslunin Kvosin er í eigu Basko verslana ehf.